banner
   fös 08. desember 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moreno mögulega lengi frá - Með tárin í augunum
Mynd: Getty Images
Alberto Moreno, bakvörður Liverpool, verður mögulega lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 7-0 sigrinum gegn Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í vikunni.

Moreno varð fyrir ökklameiðslum, en ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg þau eru. Moreno er búinn að hitta sérfræðing, en hann þarf að fara í frekari skoðanir.

Moreno gæti verið frá í allt að sex vikur ef ekki lengur. Það þýðir að hann muni ekki spila meira á árinu og hann missir þá af allri jólatörninni með Liverpoool.

„Ég er ekki viss. Það þarf að skoða hann betur, eins og staðan er núna getur þetta verið allt. Ég get ekki sagt mikið um þetta núna," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, við blaðamenn í dag.

Moreno hefur bætt sig mikið á þessu tímabili og verið að spila vel. Þegar hann fór af velli gegn Spartak Moskvu á miðvikudag var hann mjög leiður og með tárin í augunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner