Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 22:30
Ingólfur Stefánsson
Mourinho: Við erum með betra lið en á síðasta tímabili
Zlatan, Jones og Matic klárir í slaginn
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho þjálfari Manchester United telur að liðið hans sé betra en á síðasta tímabili. Lið hans mætir Manchester City í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. Mourinho telur að lið City hafi einnig bætt sig töluvert síðan á síðasta tímabili.

„Við erum betri en á síðasta tímabili, ekki spurning. En Manchester City hefur einni bætt sig," sagði Mourinho.

Þegar Mourinho var spurður hversu góðir Manchester City væru sagði hann einfaldlega: „Mjög góðir."

„Þetta er enn einn stórleikurinn gegn einu af bestu liðum deildarinnar. Fyrsta sæti á móti öðru sæti, þetta er risa leikur."

Paul Pogba fékk rautt spjald gegn Arsenal um síðustu helgi og tekur út leikbann í leiknum. Marouane Fellaini gæti komið inn í liðið í hans stað en Mourinho segist þurfa að bíða með að sjá hvort hann sé tilbúinn til morguns.

„Zlatan er klár. Jones er klár. Ég þarf að bíða til morguns og sjá til með Fellaini. Carrick verður ekki með, Bailly verður ekki með. Matic er meiddur en hann mun spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner