Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. desember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hundur stöðvaði leik í Evrópudeildinni
Myndin tengist fréttinni lítið.
Myndin tengist fréttinni lítið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar lauk í gær. Í Makedóníu mættust Vardar og Rosenborg, en leikurinn hafði litla þýðingu þar sem bæði lið voru úr leik áður en hann hófst.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en það var ekki leikurinn sjálfur sem vakti mesta athygli.

Það sem vakti mesta athygli var nefnilega þegar hundur hljóp inn á völlinn og lét öryggisverði hafa fyrir vinnunni sinni.

Hundurinn hljóp fyrst að markverði Vardar og ætlaði að fá hann til að klóra sér á maganum en þegar það tókst ekki ákvað hann að hlaupa í burtu. Öryggisverðir reyndu að ná honum en það tókst ekki. Hundurinn hljóp að lokum út af vellinum.

Gera þurfti hlé á leiknum á meðan hundurinn var inn á vellinum.

Þegar þetta gerðist voru stuðningsmenn á vellinum farnir að kveikja á blysum, en þeir höfðu gaman af þessu eins og heyra má í myndbandinu sem er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner