fös 08. desember 2017 08:45
Elvar Geir Magnússon
Solo í forsetaframboð
Vill verða forseti bandaríska knattspyrnusambandsins.
Vill verða forseti bandaríska knattspyrnusambandsins.
Mynd: Getty Images
Hope Solo, fyrrum landsliðsmarkvörður bandaríska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt það að hún bjóði sig fram sem forseti bandaríska knattspyrnusambandsins.

Solo er 36 ára og lék 202 landsleiki. Hún vann HM 2015 ásamt þess að krækja í tvö Ólympíugull á sautján ára landsliðsferli.

Í fyrra var hún dæmd í sex mánaða bann eftir ummæli um sænska landsliðið.

Solo segist vilja verða forseti knattspyrnusambandsins þar sem hún vilji skapa sigurhefð, jafnrétti og gera fótboltann aðgengilegan öllum.

„Ég veit nákvæmlega hvað bandarískur fótbolti þarf að gera, ég veit hvernig á að gera það og vil komast í stöðu til að framkvæma það," segir Solo.

Frestur til að bjóða sig fram rennur út á þriðjudag en núverandi forseti, Sunil Gulati, sækist ekki eftir endurkjöri.

Sjá einnig:
Solo sakar Blatter um að hafa gripið í rassinn á sér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner