fös 08. desember 2017 09:05
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam lætur sig dreyma um Aubameyang
Powerade
Aubameyang.
Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis til Wales?
Tony Pulis til Wales?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðrinu vinsæla. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum.

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, lætur sig dreyma um að geta fengið Pierre-Emerick Aubameyang (28), markahrók Borussia Dortmund, í janúarglugganum. Everton hyggst gera metnaðarfullt 60 milljóna punda tilboð í Aubameyang. (Mirror)

Manchester United er tilbúið að stökkva inn í baráttuna um Alex Sandro (26), varnarmann Juventus. Chelsea vill fá Sandro en talið er að Ítalíumeistararnir vilji í kringum 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Express)

Gareth Bale (28), framherji Real Madrid, mun fá að yfirgefa Bernabeu næsta sumar. Manchester United vill fá þennan fyrrum leikmann Tottenham. (Diario Gol)

Chelsea mun berjast við Barcelona um miðjumanninn Arthur (21) hjá Gremio. Bláliðar sjá hann sem arftaka Cesc Fabregas til framtíðar. (Mirror)

Chelsea undirbýr 20 milljóna punda tilboð í vængmanninn Leon Bailey (20) hjá Bayer Leverkusen í janúar. (Sun)

Philippe Coutinho (25) neitar að staðfesta það hvort hann verði hjá Liverpool í lok næsta mánaðar. Sagt er að Barcelona muni gera risatilboð. (Sun)

West Ham og Crystal Palace vilja bæði fá sóknarmanninn Danny Ings (25) lánaðan frá Liverpool. (Guardian)

Alessandro Del Piero hefur hvatt sitt gamla félag til að reyna að fá miðjumanninn Emre Can (23) frá Liverpool. (Sky Sport Italia)

Vonir Manchester United um að kaupa miðjumanninn Leon Goretzka (22) frá Schalke í janúar hafa minnkað þar sem leikmaðurinn er meiddur. (Mail)

David Moyes er búinn að ákveða að hafa Joe Hart á bekknum í leiknum gegn Chelsea. (Times)

Mark Hughes, stjóri Stoke, segir að Jese sé enn í áætlunum sínum þrátt fyrir að hafa refsað framherjanum. (Stoke Sentinel)

Danny Rose (27) bakvörður Tottenham segir að samband sitt við Mauricio Pochettino sé gott og verði það áfram. Fjölmiðlar sögðu þá hafa rifist í vikunni. (London Evening Standard)

Swansea íhugar að fá Tony Pulis, fyrrum stjóra West Brom, til að reyna að halda liðinu uppi. (Mirror)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, og viðskiptakonan Amanda Staveley héldu fund á indverskum veitingastað í London. Amanda hefur áhuga á því að eignast Newcastle og Ashley vill selja. (Mail)

Einn af fyrrum þjálfurum Scott McTominay (20) segist telja að miðjumaðurinn verði fyrirliði Manchester United einn daginn. (Manchester Evening News)

Paris St-Germain ætlar að reka Unai Emery eftir tímabilið og vill fá Luis Enrique, fyrrum stjóra Barcelona. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner