Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 08. desember 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarinn hætti eftir að forseti félagsins hélt liðsræðuna
Davide Nicola hjólaði langa vegalengd eftir að hann hélt Crotone óvænt uppi í A-deildinni á síðasta tímabili.
Davide Nicola hjólaði langa vegalengd eftir að hann hélt Crotone óvænt uppi í A-deildinni á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Gianni Vrenna, forseti ítalska félagsins Crotone, hefur opinberað ástæðuna fyrir því að Davide Nicola hætti sem þjálfari liðsins.

Í 3-0 tapi gegn Udinese á mánudaginn ákvað Vrenna forseti að taka málin í sínar hendur í hálfleiknum. Hann mætti í búningsklefann í hálfleik og hélt sjálfur hálfleiksræðuna yfir leikmönnum.

Nicola tók þessari uppákomu sem vantrausti á sig og setti uppsagnarbréf á borð forsetans daginn eftir.

„Í hálfleiknum fór ég í klefann til að reyna að kveikja í leikmönnum. Ég taldi það vera rétt því ég sem forseti hef rétt á því og þarf að bregðast við þegar hlutirnir ganga illa. Ég ber ábyrgð á því að leikmenn séu í gírnum," segir Vrenna.

„Ég virði ákvörðun þjálfarans en er ekki sammála henni."

Vrenna viðurkennir að það hafi verið mikið áfall fyrir leikmenn þegar Nicola hætti en hann var gríðarlega vinsæll meðal leikmannahópsins. Hann vann þjálffræðilegt afrek á síðasta tímabili þegar hann hélt Crotone uppi í A-deildinni.

Crotone er tveimur stigum frá fallsæti en Walter Zenga er nýr þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner