Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. desember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Þorgrímur Þráins spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rashford skorar gegn Manchester City samkvæmt spánni.
Rashford skorar gegn Manchester City samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Gylfi skorar gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Gylfi skorar gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu viku.

Rithöfundurinn góðkunni Þorgrímur Þráinsson spáir í helgarinnar að þessu sinni en bók hans „Henri hittir í mark" kemur út núna fyrir jólin.



West Ham 1 - 3 Chelsea (12:30 á morgun)
Meistararnir rífa sig í gang og Conte fær sér einn kaldan um kvöldið. The Hammers skora eitt, bara fyrir Sæbba Johns vin minn. Annars yrði hann úrillur.

Burnley 2 - 1 Watford (15:00 á morgun)
Big Berg er ekki að fara að tapa fyrir Watford. Það er klárt enda „nóg til“ hjá Burnley og Jói vinur vor skorar og á stoðsendingu.

Crystal Palace 2 - 2 Bournemouth (15:00 á morgun)
Steindautt jafntefli!! Eða er 2:2 ekki steindautt? Nei, skellum fjórum mörkum í þennan leik.

Huddersfield 2 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Huddersfield þarf að fara að hysja sig upp af botninum og tekur þrjú stig. Flautumark hjá þeim.

Swansea 1 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Gylfalausir Swansea menn eru í tómu tjóni og verða það líklega áfram. En þá munar um stig í hverjum leik og þeir taka eitt, ósanngjarnt.

Tottenham 3 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
The Spurs eru brokkgengir en þurfa að fara að ná upp stöðugleika aftur. Þrjú stig og Jói „bróðir“ skipstjóri verður kátur.

Newcastle 1 - 2 Leicester (17:30 á morgun)
Gömlu meistararnir sýna flotta takta og þar sem Raggi Sig er ekki lengur með Vardy í vasanum skorar kappinn.

Southampton 0 - 1 Arsenal (12:00 á sunnudag)
Skytturnar þurfa að fikra sig upp töfluna hægt og bítandi og setja eitt en Southampton situr eftir með sárt ennið.

Liverpool 2 - 2 Everton (14:15 á sunnudag)
Þetta er svaðalegur leikur. Bæði lið dottinn í 5. gír, Poolararnir kannski í þeim 6.eftir stórsigur í vikunni en ég tippa á jafntefli. Gylfi verður maður dagsins, skorar og leggur upp eins og Jói Berg. Nóg til þar líka. Og líka hjá Magga Gylfa (ekki syni Gylfa).

Man Utd 2 - 1 Man City (16:30 á sunnudag)
Þetta er óskhyggja, bæði til að gleðja Magga Gylfa og Kristófer son minn og alla þá sem vilja ekki að City stingi af. Rashford skorar fyrst, City jafnar en Zlatan verður með sigurmarkið.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner