Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. desember 2017 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildi ekki kaupa Lukaku á 10 milljónir punda
Lukaku er einn besti sóknarmaðu ensku úrvalsdeildarinnar.
Lukaku er einn besti sóknarmaðu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
David Sullivan, stjórnarformaður West Ham, hefur viðurkennt það að félagið hafi hafnað tækifæri til að kaupa framherjann stóra og stæðilega, Romelu Lukaku, fyrir litlar 10 milljónir punda.

Þetta gerðist þegar Lukaku var hjá Chelsea. West Ham var boðið að kaupa hann á 10 milljónir punda, en Lundúnafélagið kaus að gera það ekki.

Sam Allardyce, núverandi stjóri Everton, var stjóri West Ham á þessu tímapunkti og hann vildi bara fá Lukaku á láni.

„Ég spurði Sam (Allardyce) hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Lukaku á 10 milljónir punda. Sam var tilbúinn að fá hann á láni en ekki að kaupa hann á þessa upphæð. Ég studdi hans ákvörðun," sagði Sullivan við Guardian.

Lukaku var í sumar keyptur fyrir 75 milljónir punda til Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner