Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mið 09. janúar 2013 12:49
Magnús Már Einarsson
Stefán Ragnar í Val ef hann spilar á Íslandi
Fer í æfingaferð með Hönefoss
Stefán Ragnar Guðlaugsson.
Stefán Ragnar Guðlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefán Ragnar Guðlaugsson, miðvörður Selfyssinga, mun ganga í raðir Vals ef hann spilar á Íslandi í sumar.

Samningur Stefáns Ragnars við Selfyssinga rann út um ármótin en hann stefnir á að fara í atvinnumennsku erlendis. Ef það gengur ekki upp mun hann leika með Valsmönnum.

,,Ef ég verð heima þá fer ég í Val. Það er nánast búið að ganga frá því," sagði Stefán Ragnar við Fótbolta.net í dag.

Stefán Ragnar mun á mánudag fara með norska félaginu Hönefoss í æfingaferð til Tyrklands. Þar mun hann æfa með liðinu í tvær vikur og í kjölfarið kemur í ljós hvort hann semji við félagið eða ekki.

Hönefoss endaði í þrettánda sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og rétt bjargaði sér frá falli.

Ef Stefán semur við Hönefoss verður hann þriðji íslenski varnarmaðurinn í herbúðum félagsins en fyrir eru þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson.

Stefán Ragnar er 21 árs gamall en hann hefur verið lykilmaður hjá Selfyssingum undanfarin ár. Í sumar var hann síðan fyrirliði liðsins í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner