„Þetta var alls ekki nógu góður leikur af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikur," sagði Atli Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks eftir 2-0 tap gegn ÍBV í Fótbolta.net mótinu í dag.
„Það heppnaðist ekki að koma honum inn í dag en það er bara janúar og við erum ekkert að stressa okkur."
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks er erlendis sem og Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari. Stefán Gíslason stýrði því liðinu í dag.
„Það hefði verið fínt að fá 'djöfulsins, helvíti' frá Adda þegar maður var að klikka," sagði Atli léttur í bragði um það hvort Blikar hafi saknað Arnars. „Nei nei, það var fínt að hafa Stebba, það var eitthvað annað sem klikkaði."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir