Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beardsley sendur í leyfi frá störfum
Beardsley hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og einelti.
Beardsley hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og einelti.
Mynd: Getty Images
Peter Beardsley, þjálfari U23 liðs Newcastle hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum.

Þessi ákvörðun er tekin eftir að hann var sakaður um kynþáttafordóma og einelti í starfi. Newcastle ætlar að rannsaka málið og mun Beardsley vera í leyfi frá störfum á meðan það er gert.

Fjölmargar kvartanir hafa borist vegna hegðunar Beardsley.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum barst félaginu kvartanir eftir að hann fór með leikmenn sína í klifurgarð. Þar áttu tveir leikmenn af afrískum uppruna í erfiðleikum og sagði Bardsley við þá „af hverju eruð þið svona lengi? Þið eigið að vera góðir í þessu."

Hinn 22 ára gamli Yasin Ben El-Mhanni hefur þá sakað Beardsley, sem er 56 ára gamall, um einelti.

Lögmaður Beardsley segir að skjólstæðingur sinn neiti sök í málinu og vonar að það verði afgreitt fljótlega.



Athugasemdir
banner
banner
banner