Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. janúar 2018 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og Bristol City: Hörður byrjar
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliðinu hjá Bristol City sem heimsækir Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins á eftir.

Þetta er fyrri leikur liðanna en í undanúrslitum deildarbikarsins mætast liðin tvisvar, heima og að heiman.

Bristol sló út nágranna City í Manchester United í 8-liða úrslitunum í eftirminnilegum leik. Hörður spilaði einnig þar en hann hefur að undanförnu átt fast sæti í byrjunarliði Bristol.

Eftir verkefni bíður Harðar í kvöld. Hann þarf að kljást við Bernardo Silva, Kevin de Bruyne, Leroy Sane og Raheem Sterling, en þessir leikmenn munu bera uppi sóknarleik City.

Sergio Aguero byrjar á bekknum.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála með úrslitaþjónustu Fótbolta.net á forsíðu síðunnar.

Byrjunarlið Bristol City: Fielding, Wright, Flint, Baker, Hörður Magnússon, Brownhill, Pack, Smith, Bryan, Paterson, Reid.
(Varamenn: Steele, Vyner, Kelly, Eliasson, Walsh, Engvall, Taylor)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Danilo, Stones, Mangala, Zinchenko, Gundogan, Toure, Bernardo Silva, De Bruyne, Sane, Sterling.
(Varamenn: Ederson, Walker, Aguero, Delph, Abarabioyo, Fernandinho, Diaz)



Athugasemdir
banner
banner