Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Coquelin á förum frá Arsenal
Francis Coquelin tekur eina alvöru tæklingu.
Francis Coquelin tekur eina alvöru tæklingu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Francis Coquelin er líklega á förum frá Arsenal í þessum mánuði.

Spænska félagið Valencia hefur sýnt Coquelin áhuga sem og félög á Englandi.

Hinn 26 ára gamli Coquelin hefur einungis verið einu sinni í byrjunarliði á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en menn eins og Aaron Ramsey, Jack Wilshere og Granit Xhaka eru allir á undan honum í röðinni.

Crystal Palace og West Ham hafa verið orðuð við Coquelin en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekkert hafa heyrt frá Hömrunum.

„Það er mögulegt að hann fari en ekkert er ákveðið. Það verður ekki West Ham. Við höfum ekkert heyrt frá West Ham," sagði Wenger í dag.
Athugasemdir
banner
banner