Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 09:57
Magnús Már Einarsson
Davíð Snorri hættur hjá Stjörnunni - Tekur við U17
Jón Þór og Veigar orðaðir við stöðuna
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson er hættur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en félagið greindi frá þessu í dag.

Davíð Snorri hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni undanfarin tvö ár en hann stýrði áður Leikni R. frá 2013 til 2015 ásamt Frey Alexanderssyni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Davíð á leið til starfa hjá KSÍ en þar verður hann meðal annars þjálfari U17 ára landsliðs karla.

„Knattspyrnudeild Stjörnunnar vill þakka Davíð Snorra fyrir vel unnin störf undanfarin ár en hann hefur verið aðstoðarþjálfari mfl. karla undanfarin 2 tímabil auk þess að hafa þjálfað 3.fl. eitt tímabil og gegnt stöðu yfirþjálfara undanfarna mánuði," segir í yfirlýsingu frá Stjörnunni.

„Stjörnumenn óska Davíði alls hins besta og hlakka til samstarfs á nýjum vettvangi. #InnMedBoltann"

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari ÍA, líklega að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni auk þess sem Veigar Páll Gunnarsson kemur inn í þjálfarateymið.

Brynjar Björn Gunnarsson var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni líkt og Davíð á síðasta tímabili en hann tók við HK í haust. Jón Þór og Veigar koma því til með að aðstoða Rúnar Pál Sigmundsson á komandi tímabili.

Jón Þór stýrði ÍA undir lokin á síðasta tímabili en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Veigar er uppalinn Stjörnumaður sem spilaði með FH og Víkingi R. á síðasta tímabili eftir að hafa leikið í Garðabænum nokkur ár þar á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner