þri 09. janúar 2018 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: Aguero tryggði City dramatískan sigur
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 1 Bristol City
0-1 Bobby Reid ('44 , víti)
1-1 Kevin de Bruyne ('55 )
2-1 Sergio Aguero ('90 )

Manchester City, sem hefur verið að rúlla upp ensku úrvalsdeildinni, þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Bristol City í undanúrslitunum enska deildabikarsins í kvöld.

Bristol City, sem skellti Manchester United úr leik í 8-liða úrslitunum, gerði sér lítið fyrir og komst yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar Bobby Reid skoraði úr vítaspyrnu.

Eftir 10 mínútur í seinni hálfleiknum jafnaði Kevin de Bruyne fyrir heimamenn í Manchester City.

Það stefndi í 1-1 jafntefli áður en Sergio Aguero tók til sinna ráða og skoraði í uppbótartímanum og tryggði City 2-1 sigur.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði 73 mínútur fyrir Bristol í kvöld.

Liðin mætast aftur á heimavelli Bristol City þann 23. janúar næstkomandi, en í undanúrslitum deildabikarsins mætast liðin tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner