Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. janúar 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fellaini ekki búinn að tjá Mourinho að hann vilji fara
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini er í viðræðum við Manchester United um nýjan samning. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Samingur Belgans rennur út næsta sumar og er honum nú frjálst að ræða við önnur félög, utan Englands.

Fréttir hjá enskum fjölmiðlum hafa verið á þá vegu að Fellaini, sem hefur verið hjá United frá 2013, vilji róa á önnur mið og að hann sé búinn að greina Jose Mourinho frá því. Sky segir hins vegar að miðjumaðurinn sé ekki búinn að taka ákvörðun.

Fellaini hefur verið orðaður við lið í Tyrklandi og Kína og þá hefur Paris Saint-Germain verið sagt áhugasamt um hann.

Fellaini hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu eftir öfluga byrjun. Hann spilaði 10 mínútur í 2-0 sigri á Derby County í FA-bikarnum á föstudag eftir að hafa verið frá síðan 25. nóvember.

Sjá einnig:
Fellaini: Veit ekki hvort ég muni samþykkja samninginn
Athugasemdir
banner
banner