Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. janúar 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Garðar Logi og Ingvi í Leikni F. (Staðfest)
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Garðar Logi Ólafsson er kominn til félagsins frá Hetti og Ingvi Ingólfsson er kominn frá Sindra.

Ingvi er 25 ára miðvörður sem á að baki 132 leiki með Sindra. Hann lék lítið í fyrra en einbeitti sér að því að þjálfa og stjórna meistaraflokki kvenna hjá Sindra.

Hinn 19 ára gamli Garðar Logi getur spilað bæði sem hægri bakvörður eða kantmaður. Hann hefur leikið allan sinn feril utan síðasta sumars með Leikni.

Báðir leikmennirnir voru með Leikni í Kjarnafæðismótinu um síðustu helgi en þeir hafa nú skrifað undir samning hjá Fáskrúðsfirðingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner