Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. janúar 2018 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Andri ánægður: Kallið mig bara Andra
Guðmundur Andri er kominn til Noregs.
Guðmundur Andri er kominn til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Kallið mig bara Andra, vinir mínir gera það," eru skilaboð Guðmundar Andra Tryggvasonar til stuðningsmanna Start í Noregi.

Guðmundur Andri gekk í raðir Start á dögunum frá KR.

Guðmundur Andri er aðeins 18 ára og leikur sem sóknarmaður en faðir hans, Tryggvi Guðmundsson, gat sér gott orð sem atvinnumaður í Noregi á sínum tíma.

Start er frá bænum Kristiansand en þar búa tæplega 90 þúsund manns. Guðmundur segir að fyrstu kynni sín af bænum og félaginu hafi verið mjög góð.

„Kristiansand er hugguleg borg," segir hann við heimasíðu Start.

„Ég kann vel við liðsfélaga mína, þeir hafa hugsað vel um mig og allt hefur gengið vel. Ég hlakka til næsta tímabils og ég vænti mikils," sagði strákurinn enn fremur.

Síðasta sumar skoraði Guðmundur eitt mark fyrir KR í 13 leikjum í Pepsi-deildinni en oftast kom hann inn á sem varamaður seint í leikjum. Hann fékk færri spilmínútur en hann hafði vonast eftir.

Kristján Flóki Finnbogason spilar með Start og Jóhannes Harðarson er aðstoðarþjálfari liðsins. Start komst upp úr norsku B-deildinni á liðinni leiktíð og spilar í efstu deild á þessu ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner