Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 11:22
Magnús Már Einarsson
Ingólfur Sig í viðræðum við norskt félag
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson er staddur úti í Noregi þar sem hann er í viðræðum við Nest-Sotra.

Nest-Sotra vann sinn riðil í norsku C-deildinni á síðasta tímabili og spilar í næstefstu deild á komandi tímabili.

Ingólfur æfir með liðinu þessa dagana og er í viðræðum um samning en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn 24 ára gamli Ingólfur er sóknarsinnaður miðjumaður sem fór ungur að árum til Heerenveen og lék einnig með Lyngby í Danmörku.

Síðastliðið sumar spilaði Ingólfur með Gróttu í Inkasso-deildinni áður en hann hætti hjá félaginu í júlí eftir að hafa brugðist illa við útafskiptingu Þórhalls Dan Jóhannssonar þjálfara.

Ingólfur er uppalinn hjá Val en hann hefur meðal annars leikið með KR, Þrótti R, Fram og Víkingi Ó. á ferli sínum.

Sjá einnig:
Ingó Sig: Uppteknari af framtíðinni en vesenisstimpli (Október 2017)
Athugasemdir
banner
banner
banner