Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 10:05
Magnús Már Einarsson
Jonathan Glenn vill spila aftur á Íslandi
Glenn fagnar marki með Breiðabliki.
Glenn fagnar marki með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net
Jonathan Glenn, fyrrum framherji ÍBV og Breiðabliks, hefur áhuga á að koma aftur til Íslands og spila í Pepsi-deildinni á nýjan leik.

Glenn skoraði 30 mörk í 63 leikjum í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum á árunum 2014 til 2016 en hann vann silfurskóinn í deildinni bæði árið 2014 og 2015.

Glenn er þrítugur en hann er frá Trinidad & Tobago. Eftir tímabilið 2016 fór Glenn til Bandaríkjanna þar sem hann gekk í raðir North Carolina FC í næstefstu deild. Samningi hans þar er nú lokið og Glenn er að skoða næstu skref sín á ferlinum.

„Ég naut tímans á Íslandi og ég hef klárlega áhuga á að snúa aftur. Ég var að giftast íslenskri eiginkonu og þrátt fyrir að umboðsmaður minn sé að ræða við félög í nokkrum löndum þá höfum við líka hafið viðræður við nokkur félög á Íslandi," sagði Glenn við Fótbolta.net.

Mark Taylor, umboðsmaður Glenn, vildi ekki staðfesta hvaða íslensku félög það eru sem um ræðir.

„Endurkoma í Pepsi-deildina er eitthvað sem Jonathan myndi skoða. Við höfum tilboð á borðinu frá Bandaríkjunum og Evrópu en það var á Íslandi þar sem Jonathan naut þess mest að spila fótbolta," sagði Mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner