Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. janúar 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Kian Viðarsson í Þrótt Vogum (Staðfest)
Kian Viðarsson.
Kian Viðarsson.
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum hefur fengið Kian Viðarsson til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar. Kian, sem verður tvítugur á þessu ári, spilaði með Reyni Sandgerði í 3. deildinni síðari hlutann á síðasta tímabili.

Kian er vinstri bakvörður sem ólst upp í San Diego í Bandaríkjunum en faðir hans er Íslenskur. Kian spilaði í háskólaboltanum áður en hann kom til Reynismanna á síðasta tímabili.

Færeyski leikmaðurinn Högni Madsen er einnig mættur til æfinga hjá Þrótti en hann samdi við félagið í haust.

Högni, sem er 32 ára miðju og varnarmaður, lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni og þar á undan með B36 frá Þórshöfn. Hann á 8 A-landsleiki fyrir Færeyjar og hafði allan sinn feril leikið í heimalandinu áður en hann fór í Fram.

„Það er okkur Þrótturum mikil ánægja að fá þennan geðþekka færeying til félagsins fyrir komandi átök," segir í yfirlýsingu frá Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner
banner