Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 09. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Kristall Máni í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason úr Fjölni er að ganga til liðs við danska félagið FC Kaupmannahöfn. Þetta staðfesti Kristján Einarson í stjórn Fjölnis við Fótbolta.net í dag.

Kristall Máni er efnilegur miðjumaður en hann er fæddur árið 2002.

Hann mun skrifa formlega undir samning hjá FC Kaupmannahöfn þegar hann verður 16 ára síðar í þessum mánuði.

Kristall hefur leikið í yngri flokkum Fjölnis en hann hefur einnig átt fast sæti í U17 ára landsliði Íslands.

Á síðasta ári spilaði Kristall níu leiki með U17 ára landsliðinu en hann er á leið á æfingamót með liðinu í Hvíta-Rússlandi 21-28. janúar.

U17 ára landsliðið er þar að undirbúa sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. Mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland. Riðillinn verður leikinn í Hollandi dagana 7.-13. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner