Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. janúar 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lemar mun kosta að minnsta kosti 90 milljónir punda
Liverpool og Arsenal hafa áhuga á Lemar.
Liverpool og Arsenal hafa áhuga á Lemar.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Arsenal þurfa að eyða að minnsta kosti 90 milljónum punda til að fá Thomas Lemar frá Mónakó.

Mónakó samþykkti 90 milljóna punda tilboð frá Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans á síðasta ári en Lemar hafnaði því að fara á Emirates.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum munu Frakklandsmeistararnir ekki hlusta á lægri tilboð en þeir telja að verðmæti Lemar hafi hækkað.

Liverpool hefur áhuga á Lemar en gerði þó ekki formlegt tilboð síðasta sumar.

Arsenal vill fá Lemar til að fylla skarð Alexis Sanchez en sterkur orðrómur er í gangi um að Sanchez fari til Manchester City í þessum mánuði.

„Við erum ekki vanir því að selja leikmenn í janúarglugganum en þetta er langur mánuður og margt getur gerst," segir Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó.

Lemar er 22 ára og hefur spilað vel í erfiðri titilvörn Mónakó í frönsku deildinni. Liðið missti marga öfluga leikmenn en Lemar er með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar fyrir land og lið á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner