Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku ósáttur með auglýsingu frá H&M
Mynd: Getty Images
Belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku hefur látið sænska verslunarrisann H&M heyra það. Hann er ekki sáttur með auglýsingu fyrirtækisins sem nú hefur verið tekin niður.

Í auglýsingunni sést ungur strákur sem er dökkur á hörund í grænni hettupeysu sem á stendur „svalasti apinn í frumskóginum" (e. Coolest monkey in the jungle).

Fjölmargir gagnrýndu auglýsinguna áður en hún var tekin niður, en fyrirtækið hefur verið sakað um rasisma.

Á meðal þeirra sem hafa látið heyra í sér vegna málsins er Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United.

„Þú ert prins sem verður brátt konungur," skrifar Lukaku við mynd af stráknum á Instagram síðu sinni. Hefur Lukaku breytt áletrunni á peysunni í „svart er fallegt."

H&M hefur beðist afsökunar á auglýsingunni.





Athugasemdir
banner
banner
banner