Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. janúar 2018 14:33
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Fyrsta fótboltaæfing Íslands í Indónesíu
Icelandair
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Á fimmtudaginn klukkan 11:30 verður fyrri vináttulandsleikur Indónesíu og Íslands en hann verður sýndur beint á RÚV. Seinni leikurinn verður á sama tíma á sunnudag.

Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta og þar er íslenski hópurinn í undirbúningi fyrir leikinn.

Eftir langt og strangt ferðalag var fyrsta alvöru fótboltaæfingin í dag en fyrstu dagarnir hafa farið í léttan undirbúning með skokki og öðru. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og Indónesíu.

Strákarnir hafa einnig gefið sér smá tíma til að skoða helstu túristastaðina í og við borgina.

Hér má sjá myndir frá æfingunni í dag. Ekki er um opinbera landsleikjadaga að ræða en hér má sjá leikmannahóp Íslands í ferðinni.

Þarna er mögulega tækifæri fyrir leikmenn að ná að heilla þjálfarateymið og auka möguleika sína á því að vera með í flugvélinni sem fer til Rússlands í sumar.
Athugasemdir
banner
banner