Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
N'Koudou á leið til Burnley á láni
N'Koudou á sprettinum.
N'Koudou á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Burnley er að krækja í kantmanninn Georges-Kevin N'Koudou á láni frá Tottenham út tímabilið.

Hinn 22 ára gamli N'Koudou fer í læknisskoðun hjá Burnley í dag en hann gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu gegn Crystal Palace um helgina.

N'Koudou mun meðal annars berjast við Jóhann Berg Guðmundsson um sæti í liðinu hjá Burnley.

Jóhann Berg hefur átt fast sæti í liðinu í vetur og frammistaða hans hefur verið góð.

N'Koudou hefur spilað 23 leiki með Tottenham síðan hann kom frá Marseille sumarið 2016 en hann hefur ekki ennþá verið í byrjunarliði í leik í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner