Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. janúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
N'Koudou til Burnley á láni (Staðfest)
Georges-Kevin N'Koudou.
Georges-Kevin N'Koudou.
Mynd: Twitter
Burnley hefur fengið kantmanninn Georges-Kevin N'Koudou á láni frá Tottenham út tímabilið.

N'Koudou mun meðal annars berjast við Jóhann Berg Guðmundsson um sæti í liðinu hjá Burnley. Jóhann Berg hefur átt fast sæti í liðinu í vetur og frammistaða hans hefur verið góð.

„Ég vonast til að geta hjálpað féalginu. Stjórinn á síðasta orðið. Ef hann vill setja mig inn á völlinn þá mun ég gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu," sagði N'Koudou.

N'Koudou bætti við að Kieran Trippier, bakvörður Tottenham, hefði sagt sér góða hluti um Burnley en Trippier lék áður með síðarnefnda liðinu.

N'Koudou hefur spilað 23 leiki með Tottenham síðan hann kom frá Marseille sumarið 2016 en hann hefur ekki ennþá verið í byrjunarliði í leik í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner