Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Norðmenn fá ekki að mæta Argentínu
Lars Lagerback þjálfar Noreg.
Lars Lagerback þjálfar Noreg.
Mynd: Getty Images
Norska landsliðið, undir stjórn Lars Lagerback, fær líklega ekki að mæta Argentínu í vináttuleik í sumar eins og norska knattspyrnusambandið hafði vonast til.

Argentína mætir Íslandi á HM í Rússlandi og Norðmenn ákváðu að kanna hvort Argentína hefði áhuga á að mæta Norðurlandaþjóð í undirbúningi fyrir mótið.

„Við veltum því aðeins fyrir okkur að mæta Argentínu í vináttuleik en svo verður ekki. Það eru of stórar peningaupphæðir í spilinu, stórir leikvangar og langar vegalengdir. Við reynum en möguleikinn er lítill," sagði Nils Johan Semb yfirmaður fótboltamála hjá norska knattspyrnusambandinu í viðtali við NTB.

Norðmenn höfðu einnig hug á að mæta Mexíkóum í vináttuleik í Osló en leikjaplanið í norsku úrvalsdeildinni og bikarkeppninni í lok maí og byrjun júní kemur í veg fyrir það.

Norðmenn mæta Ástralíu og Albaníu í vináttuleikjum í mars en leit stendur yfir að mótherjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner