Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. janúar 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ribery segist hafa verið rændur Ballon d'Or verðlaununum
Ribery varð þriðji í kjörinu árið 2013.
Ribery varð þriðji í kjörinu árið 2013.
Mynd: Getty Images
„Ég hafði unnið alla titla, ég hefði ekki getað gert meira. Ég var rændur, þetta var óréttlátt," segir Franck Ribery, leikmaður Bayern München. Hann er ósáttur með að hafa ekki verið valinn besti leikmaður heims árið 2013.

Með Ribery fremstan í flokki vann Bayern þrennuna árið 2013; þýsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina.

Ribery kom til greina í valinu á besta leikmanni heims það ár en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Cristiano Ronaldo. Lionel Messi var í öðru sæti og Ribery endaði í því þriðja.

Ribery segir jafnframt að franska þjóðin hafi ekki staðið við bakið á sér áður en verðlaunin voru tilkynnt.

„Ég hafði ekki alla frönsku þjóðina með mér. Franskt fólk vildi sjá Cristiano vinna. Vildi portúgalska fólkið að Ribery eða Messi myndi vinna? Ómögulegt. Vildi argentíska þjóðin að Ribery eða Ronaldo myndi vinna? Ómögulegt."

Ronaldo og Messi hafa einokað Ballon d'Or verðlaunin síðustu ár, en báðir hafa þeir unnið þau fimm sinnum.
Athugasemdir
banner
banner