þri 09. janúar 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Sögur um að Man Utd vilji Belotti í staðinn fyrir Zlatan
Belotti í landsleik með Ítalíu.
Belotti í landsleik með Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Samsæriskenningar hafa verið uppi um að þróttafréttamaðurinn Duncan Castles sé málgagn ofurumboðsmannsins Jorge Mendes og Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.

Hvort sem það er rétt eða ekki er ljóst að Castles er í góðu sambandi við þessa tvo einstaklinga.

Hann birti áhugaverða frétt í dag varðandi hugsanlegar breytingar á sóknarmannahópi Manchester United.

Hann segir að Zlatan Ibrahimovic fari frá Old Trafford í sumar enda þykir ljóst að hann verði ekki samur eftir meiðslin alvarlegu sem hann hlaut í fyrra. Samningur Svíans við United er út tímabilið.

Sagt er að United hyggist fá Andrea Belotti, sóknarmann Torino og ítalska landsliðsins, í staðinn.

Belotti hefur skorað fjögur mörk í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en á síðasta tímabili skoraði hann 26 mörk í 35 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner