Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. janúar 2018 14:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Umboðsmaður Ragga Sig í viðræðum við þrjú félög
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er nokkuð víst að ég er að fara frá Ru­bin Kaz­an og ég er með nokkra mögu­leika opna. Umboðsmaður minn er að ræða við þrjú fé­lög sem stend­ur og til að mynda er eitt sem ég gæti þess vegna gengið til liðs við í dag ef ég vildi. Ég vil hins veg­ar fara vel yfir þetta áður en ég ákveð næsta skref og velja vel," segir landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson í samtali við mbl.is.

Félag Ragnars í Rússlandi, Ru­bin Kaz­an, á í fjárhagsvandræðum og hefur ekki getað borgað leikmönnum laun síðustu mánuði.

„Ég hugsa val mitt út frá landsliðinu, að halda minni stöðu þar og vera í góðu formi þegar HM skell­ur á. Ef ekk­ert lið væri búið að hafa sam­band þá yrði ég kannski óró­leg­ur en þegar mögu­leik­ar eru fyr­ir hendi er ég al­veg ró­leg­ur," segir Ragnar í viðtali við Guðmund Hilmarsson á mbl.

Ragnar hefur meðal annars verið orðaður við sitt gamla félag FC Kaupmannahöfn en samkvæmt frétt Tipsbladet er ólíklegt að Ragnar fari þangað. Haft er eftir Stale Solbakken, þjálfara liðsins, að ekki sé þörf að bæta við miðverði í hans hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner