Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aðeins ellefu stuðningsmenn fylgdu Real til Granada
Stuðningsmenn Real Madrid fjölmenna.
Stuðningsmenn Real Madrid fjölmenna.
Mynd: Getty Images
40 þúsund stuðningsmenn Atletico Madrid tóku á móti Fernando Torres á Vicente Calderon leikvanginum fyrir ári síðan.
40 þúsund stuðningsmenn Atletico Madrid tóku á móti Fernando Torres á Vicente Calderon leikvanginum fyrir ári síðan.
Mynd: Getty Images
Real Madrid lagði Granada að velli í spænsku deildinni á sunnudaginn með tveimur mörkum gegn einu, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið á 85. mínútu.

Það hefur vakið athygli að Real tókst ekki að selja nema ellefu miða á leikinn, en það eru góðar ástæður fyrir því.

Helsta ástæðan er leiktíminn, en leikurinn byrjaði klukkan 20:30 að staðartíma og honum var því ekki lokið fyrr en 22:15.

Það eru engin flug eða lestarferðir frá Granda til Madríd svona seint um kvöld þannig að stuðningsmenn þurftu annað hvort að gista í Granada eða keyra alla leið til baka og vera komnir heim í fyrsta lagi klukkan 2 á mánudagsmorgni.

Spánn er stórt land og vegalengdir milli borga geta verið gríðarlega miklar og þar af leiðandi hefur skapast mikil hefð fyrir því að horfa á útileiki á barnum á næsta götuhorni. Stuðningsmenn kaupa flestir ársmiða á heimaleiki sinna liða og fara ekki á útileikina.

Þá er leiktímum oft breytt skömmu fyrir leiki, sem gerir allt skipulag stuðningsmanna útiliða erfitt.

Það eru nokkur félög á Spáni sem eru þekkt fyrir öfluga stuðningsmannahópa sem fylgja liðum sínum hvert sem er, en þau helstu eru Sporting Gijon og Real Oviedo, sem leikur í B-deildinni og er með Diego Jóhannesson innanborðs.

Þá er mikil menning fyrir því að tugir þúsunda stuðningsmanna safnist saman þegar nýir leikmenn eða þjálfarar eru kynntir.

Það sem þekkist þó ekki í mörgum löndum í Evrópu er tilhneiging stuðningsmanna til að mæta á æfingasvæði liða sinna eftir tapleiki á útivelli. Stuðningsmenn bíða eftir að teymið mæti á æfingasvæðið eftir leikina, jafnvel um miðja nótt, til þess eins að hrauna yfir þá sem ekki þóttu standa sig nógu vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner