Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. febrúar 2016 23:12
Alexander Freyr Tamimi
Bilic: Getum unnið öll lið á Englandi
Bilic notaði máttinn til að tryggja West Ham sigur.
Bilic notaði máttinn til að tryggja West Ham sigur.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham, var í skýjunum eftir að hans menn fóru áfram í enska bikarnum í kvöld á kostnað Liverpool.

Allt benti til þess að leikurinn væri á leið í vítaspyrnukeppni þegar Angelo Ogbonna tryggði West Ham 2-1 sigur með skalla á síðustu mínútu framlengingar.

„Ég get útskýrt hvernig mér líður en á sama tíma get ég það ekki. Þetta er frábært, þetta var æðislegur fótboltaleikur," sagði Bilic.

„Þetta var klassískur bikarleikur. Hann fer í sögubækurnar sem einn besti leikur West Ham. Liverpool, síðasta tímabilið á Upton Park, kvöldleikur, mark á lokamínútunni. Og við áttum þetta skilið, ég er mjög stoltur af strákunum. Þeir gáfu allt í þetta."

„Markið var rúsínan í pylsuendanum fyrir Ogbonna, hann var frábær í miðverðinum. Leikmennirnir gerðu stuðningsmennina stolta og við viljum komast enn lengra. Ef við spilum svona vel getum við unnið hvaða lið á Englandi sem er."

Athugasemdir
banner
banner
banner