Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 11:24
Magnús Már Einarsson
Dani Alves með risa tilboð frá Kína
Mynd: Getty Images
Ónefnt félag í Kína hefur boðið Dani Alves, bakverði Barcelona, þriggja ára samning með 9,2 milljónir punda í laun á ári. Það jafngildir 1,7 milljarði króna.

Hinn 32 ára gamli Alves hefur verið hjá Barcelona síðan árið 2008 en orðrómur er um að hann sé á förum.

Alves er samningsbundinn til sumarsins 2017 en peningarnir í Kína gætu fengið hann til að fara frá Barcelona.

Félagaskiptagluginn í Kína lokar ekki fyrr en í lok mánaðarins og því geta félög þar í landi ennþá styrkt leikmannahópa sína.

Jakcson Martinez, Ramires og Alex Teixeira eru á meðal leikmanna sem hafa gengið til liðs við félög í Kína að undanförnu fyrir háar fjárhæðir.
Athugasemdir
banner