Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - West Ham og Liverpool mætast aftur
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í enska bikarnum í dag þar sem West Ham United tekur á móti Liverpool.

Liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield Road í lok janúar og þurfa því að endurspila leikinn á Boleyn Ground.

Heimamenn í Liverpool voru óheppnir að skora ekki á Anfield þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði, þar sem Bradley Smith, Kevin Stewart, Cameron Brannagan og Joao Teixeira voru allir í byrjunarliðinu.

Hamrarnir misstu James Tomkins og Cheikhou Kouyate meidda af velli í fyrri hálfleik og náðu sér aldrei á strik í leiknum þar sem þeir áttu aðeins eitt skot sem rataði á Simon Mignolet í marki Liverpool.

Leikurinn verður spilaður í kvöld og sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Leikur kvöldsins:
19:45 West Ham - Liverpool (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner