Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2016 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Hernan Crespo nýtur þess að sjá Neville þjást
Hernan Crespo var magnaður hjá Inter.
Hernan Crespo var magnaður hjá Inter.
Mynd: Getty Images
Hernan Crespo, fyrrum framherji Inter og Chelsea, viðurkennir að hann hálfpartinn njóti þess að sjá hversu illa Gary Neville gengur hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia.

Argentínumaðurinn stýrir sjálfur ítalska B-deildarliðinu Modena og segir ófarir Neville sýna að þjálfun sé miklu erfiðari heldur en leikgreining í sjónvarpi. Valencia hefur enn ekki unnið deildarleik undir stjórn þessa fyrrum fyrirliða Manchester United.

„Það er allt annað að horfa á leik í sjónvarpinu heldur en af varamannabekknum," sagði Crespo í viðtali við Paolo Di Canio á FOX Sports.

„Ég er næstum því glaður yfir vandræðum Gary Neville hjá Valencia. Ég man að hann var of grimmur sem sparkspekingur!"
Athugasemdir
banner
banner
banner