Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 09. febrúar 2016 18:30
Elvar Geir Magnússon
„Liverpool tekur stuðningsmönnum sem sjálfsögðum hlut"
Mynd: Getty Images
„Það verður að hætta að hugsa eingöngu um peningana og fara aftur að hugsa um íþróttina," segir Roy Evans, fyrrum stjóri Liverpool.

Evans segir að Liverpool taki stuðningsmönnum sem sjálfsögðum hlut en miðaverð á Anfield hefur rokið upp. Þúsundir stuðningsmanna mótmæltu með að ganga út af leiknum gegn Sunderland síðasta laugardag.

„Ég vona það svo sannarlega að stuðningsmenn Liverpool finni lausn á þessu. Það er fáránlegt hvað miðaverð fer hækkandi og fólk er rukkað fyrir að sýna tryggð."

Evans segir að félagið verði að halda í sín gildi en verið er að stækka Anfield leikvanginn og verða miðarnir í nýjan hluta stúkunnar allt annað en gefins.
Athugasemdir
banner
banner