Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 09. febrúar 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Özil: Leicester hefur alla mína virðingu
Özil var í stuði þegar Arsenal vann Bournemouth síðasta sunnudag.
Özil var í stuði þegar Arsenal vann Bournemouth síðasta sunnudag.
Mynd: EPA
Mesut Özil segir að það verði gríðarlega erfitt fyrir Arsenal að ná að leggja Leicester á sunnudag þegar liðin mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu eftir magnaðan 3-1 sigur gegn Manchester City.

„Það verður rosalega erfitt verkefni að stöðva þá. Þeir voru 3-0 yfir gegn Manchester City eftir 60 mínútur. Það er algjör snilld það sem þeir hafa afrekað með þetta lið," segir Özil.

„Leicester hefur alla mína virðingu. Okkar starf er að reyna að fá Leicester af sporinu. Að liðið sé með þessa forystu í deildinni í febrúar er eitt af því allra óvæntasta sem hefur gerst í evrópskum fótbolta í áraraðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner