Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Payet næstur til Kína?
Mynd: Getty Images
Félag í Kína er tilbúið að borga West Ham 38 milljónir punda til að fá Dimitri Payet í sínar raðir.

Samkvæmt heimildum Sky gæti Frakkinn fengið sjö milljónir punda í árslaun í Kína.

Payet kom til West Ham frá Marseille á 10,75 milljónir punda síðastliðið sumar og hann hefur slegið í gegn í Englandi.

Peningarnir í kínverksa boltanum eru ótrúlegir í augnablikinu og Payet gæti heillast af þeim.

West Ham vill hins vegar halda Payet innan sinna raða og félagið hefur hafið viðræður við leikmanninn um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner