þri 09. febrúar 2016 10:05
Magnús Már Einarsson
Pochettino næsti stjóri Man Utd?
Powerade
Á Old Trafford í sumar?
Á Old Trafford í sumar?
Mynd: Getty Images
Allegri er orðaður við Chelsea.
Allegri er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn er lokaður en þá horfa ensku blöðin bara til sumarsins. Hér er slúðrið, gjörið svo vel!



Manchester United hefur rætt við umboðsmenn Mauricio Pochettino um að taka við af Louis van Gaal. (Sun)

Mario Balotelli fer aftur til Liverpool þegar lánssamningur hans hjá AC Milan rennur út í sumar. AC Milan hefur ekki áhuga á að kaupa hann. (Calciomercato.com)

Chelsea hefur fengið þau skilaboð að Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, vilji ekki taka við liðinu í sumar. (London Evening Standard)

Aðrar fréttir segja að Juventus gæti fengið Manuel Pellegrini til starfa í sumar og þá gæti Allegri farið til Chelsea. (Daiy Express)

Roma vill ekki kaupa markvörðinn Wojciech Szczesny frá Arsenal en hann hefur verið á láni á Ítalíu í vetur. (Independent)

Dimitri Payet vill fá nýjan samning upp á 125 þúsund pund í vikulaun. Payet kom til West Ham síðastliðið sumar og er með 50 þúsund pund í laun á viku núna. (Daily Mirror)

Leicester ætlar að bjóða Kasper Schmeichel og Danny Simpson nýja samninga. (Sun)

Claudio Ranieri, stjóri Leicester, segist hafa samið við leikmenn liðsins í byrjun tímabils að hann myndi gera fáar taktískar breytingar í vetur, hann myndi gefa reglulega frídaga og ekki skipta sér af mataræði leikmanna. (The Times)

Crystal Palace vill fá Mohamed Diame frá Hull í sumar. (Hull Daily Mail)

FC Bayern ætlar að reyna að fá Paulo Dybala framherja Juventus í sínar raðir í sumar. (Sport)

WBA segir ekki rétt að Tottenham hafi forkaupsrétt á Saido Berahino í sumar. (Express & Star)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, ætlar að ræða við Victor Wanyama eftir að hann fékk þriðja rauða spjald sitt á tímabilinu. (Southern Daily Echo)

Adnan Januzaj og Guillermo Varela meiddust báðir í leik með U21 árs liði Man Utd í gær. (Daily Mirror)

Vito Mannone segist hafa verið nálægt því að fara frá Sunderland í janúar. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner