Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. febrúar 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo Zinedin valinn í landsliðið
Mynd: Getty Images
Ronaldo Zinedin Hernandez hefur verið valinn í U15 ára landslið Mexíkó.

Ronaldo hefur verið alinn upp við fótbolta en hann er skírður í höfuðið á brasilíska sóknarmanninum Ronaldo og franska miðjumanninum Zinedine Zidane.

Foreldrar Ronaldo Zinedin eru stuðningsmenn Real Madrid og ákváðu nafnið eftir að Ronaldo og Zidane hjálpuðu liðinu að verða spænskur meistari.

„Þegar hann var í maganum á mér þá var hann mikið á hreyfingu og ég sagði við eiginmann minn að hann yrði eins og þessir tveir leikmenn," sagði móðir Ronaldo Zinedin.

„Í fyrstu vorum við ekki sammála með nafn því að eiginmaður minn er meiri aðdáandi Ronaldo á meðan ég er meiri aðdáandi Zidane svo við ákváðum að gefa honum bæði nöfnin."
Athugasemdir
banner
banner