Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. febrúar 2016 10:36
Magnús Már Einarsson
Rooney vill ekki kenna Memphis um
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segist ekki kenna Memphis Depay um jöfnunarmarkið gegn Chelsea um helgina.

Memphis kom inn á sem varamaður á 87. mínútu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að tapa boltanum undir lok leiksins í stað þess að halda honum.

Chelsea fór í sókn í kjölfarið og Diego Costa jafnaði 1-1.

„Það gerðist mikið eftir að hann missti boltann þangað til að þeir skoruðu svo ég held að við getum ekki staðið sér og kennt Memphis um," sagði Rooney.

„Við eigum allir slæmar sendingar einhverntímann. Þetta voru svekkjandi úrslit því að mér fannst við spila vel og á þessum tímapunkti á tímabilinu skipta úrslitin málin. Við töpuðum tveimur stigum."
Athugasemdir
banner
banner