Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 09. febrúar 2017 22:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Vilja sjá betri aðstöðu
Íslenska karlalandsliðið fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í fyrra.
Íslenska karlalandsliðið fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer á EM í Hollandi í sumar.
Kvennalandsliðið fer á EM í Hollandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk landslið hafa náð frábærum árangri á alþjóðlegum vettvangi undanfarin ár. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni var rætt hvað KSÍ þurfi að gera til að íslensk lið haldi áfram að standa sig vel næstu árin.

„Mér finnst að það þurfi að halda áfram hagsmunabaráttu sem snýr að aðstöðu. Það er ekkert knattspyrnuhús í Reykjavík vestan Elliðaár. Félögin þurfa að finna út með KSÍ hvernig á að efla það. Ég held að góð staða íslenskra landsliða, karla og kvenna, sé vegna betri aðstöðu. Það er hægt að spila fótbolta allt árið um kring í knattspyrnuhúsum, á gervigras og sparkvöllum. Það hefur frábært starf verið unnið þar og það þarf að halda þessum lobbýisima áfram," sagði Jón Kaldal í þættinum.

Kolbeinn Tumi Daðason vill að KSÍ geymi allar hugmyndir um stækkun Laugardalsvallar og einbeiti sér að grasrótinni.

„Laugardalsvelli var að ákveðnu leyti klúðrað árið 2007. Byggingin fór langt fram úr áætlun og það hefði mátt gera mun betur. Í dag erum við með leikvang sem tekur 10 þúsund manns. Það var mýta lengi vel að það væri ekki hægt að mynda góða stemningu á Laugardalsvelli. Mjölnismenn tóku yfir Laugardalsvöll þegar Þór mætti KR í bikarúrslitum og síðan landsliðinu byrjaði að ganga vel þá hefur verið geggjuð stemning á þessum velli," sagði Kolbeinn Tumi.

„Auðvitað er þetta ekki besti leikvangur í heimi en það væri týpískt íslenskt að fara fram úr okkur núna og gera geggjaðan þjóðarleikvang. Við þurfum að sætta okkur við það að við verðum ekki alltaf með landslið í úrslitum EM og fáum tvo milljarða aukalega inn í hreyfinguna. Mér finnst við eiga að horfa frá Laugardalsvelli og setja peningana meira í bætta aðstöðu fyrir yngri flokkana. Byggja höll vestan Elliðaár og hjálpa félögum úti á landi að bæta aðstöðuna. Framtíð okkar sem fótboltaþjóð snýst um að framleiða áfram knattspyrnumenn en hún snýst ekki um að byggja ennþá betri Laugardalsvöll."

Guðni Bergsson hefur nefnt að hann vilji skipa yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ ef hann verður kjörinn formaður.

„Mér finnst þetta vera mjög spennandi hugmynd að mörgu leyti. Þarna er verið að fjárfesta til framtíðar. Þessi maður kemur ekki inn og breytir hlutunum til skamms tíma. Þetta mun þétta umgjörðina og gera markvissari árangurs og afreksstefnu. Það er bara jákvætt," sagði Jón Kaldal um tillögu Guðna.

„Mér finnst tillagan mjög áhugaverð en það þarf að útfæra hana rétt. Ég er ekki viss um að við eigum að leggja í allan þann kostnað en hugsanlega er hægt að hagræða í systeminu," sagði Almar Guðmundsson og benti á að Þorlákur Árnason hafi á sínum tíma verið yfirþjálfari hjá Stjörnunni en á sama tíma verið mikið úti á velli að þjálfa.

Hér að ofan má sjá umræðuna um heild.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Sjónvarpið: Hefðu getað komið upp kjaftasögur
Sjónvarpið: Á formaður KSÍ að þiggja laun?
Sjónvarpið: Of mörg lík í lestinni hjá KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner