Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 09. febrúar 2017 08:44
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Davíð Þór: Mikil upplifun fyrir mig
Icelandair
Davíð Þór var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Mexíkó í nótt.
Davíð Þór var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Mexíkó í nótt.
Mynd: Getty Images
Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins sem tapaði 1-0 gegn Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í nótt. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Mexíkó

„Við erum ósáttir við að fá mark á okkur úr föstu atriði, eins og Heimir sagði náðum við ekki að fara almennilega í það en við erum samt svekktir yfir því. Þetta á að vera okkar styrkleiki og hefur verið styrkleiki landsliðsins undanfarin ár. Það er ákveðið svekkelsi þar en við getum alveg verið stoltir af frammistöðunni, við vörðumst vel allan leikinn í dag," sagði Davíð Þór við Fótbolta.net í nótt.

Mexíkó var með Rafael Marquez fyrrverandi leikmann Barcelona og framherjann Giovani Dos Santos í sínu liði og 30 þúsund stuðningsmenn á sínu bandi. Hvernig var að spila gegn þessu liði?

„Það var erfitt, þeir eru hrikalega góðir fótboltamenn. Ef þeir ætla að setja boltann 40 metra leið á einhvern leikmann þá gera þeir það. Þetta er ekki eins og hjá manni sjálfum að það eru 50% líkur á að þetta fari á réttan mann ef maður ætlar að gefa lengri sendingar en 10 metra," sagði hann en leikið var fyrir um 30 þúsund áhorfendur á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas.

„Þetta var ótrúlega gaman og virkilega gaman að spila fyrir svona mikið af fólki. Það var geggjuð stemmning, ég er orðinn 32 ára en hef ekki spilað marga svona stóra leiki, ég get örugglega talið þá á fingrum annarar handar. Þetta er mikil upplifun fyrir mig og ég get rétt ímyndað mér hvernig er fyrir strákana sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt og að spila sinn fyrsta alvöru leik. Það er frábært fyrir þá og okkur alla að taka þátt í þessu."

Davíð Þór var óvænt valinn inn í liðið til að bera fyrirliðabandið og vera leiðtogi hópsins. Hann var maður leiksins að mati Fótbolta.net en gerir hann sér vonir um framhald í landsliðsbúningnum?

„Nei, það er ekkert sem ég er að hugsa um. Ég var rosalega ánægður og stoltur af að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessum leik. Ég var bara staðráðinn í að gera mitt besta og er ekki að hugsa neitt lengra en það."

Í fyrra kom upp umræða um hvort Davíð gæti orðið landsliðsmaður Færeyja enda tengdur þeirri þjóð fjölskylduböndum. Allir 9 landsleikir hans fyrir Ísland hafa verið vináttulandsleikir svo það væri kannski möguleiki. En er hann enn að hugsa um það?

„Ég er Íslendingur og það er einhver möguleiki sem var skoðaður á sínum tíma og virtist vera ógerlegt sem betur fer því ég hefði aldrei viljað missa af þessum leik. Ég er ennþá Íslendingur!"

Nánar er rætt við Davíð Þór í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner