,,Mér fannst seinni hálfleikurinn ekki nægilega góður hjá okkur. Við vorum soft, það var eins og við værum að bíða eftir því út fyrri hálfleikinn að fá vindinn í bakið, eins og það yrði eitthvað auðveldara," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 tap gegn Fram í Lengjubikarnum í dag.
Breiðablik spilaði 3-5-2 í dag en liðið er að prófa að spila það leikkerfi.
,,Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleiknum. Mér fannst við vera agaðir í því og gefa ýmsa möguleika. Við áttum tiltölulega auðvelt með að spila boltanum út og framhjá þeim."
,,Það er margt sem þarf að fínpússa í þessu og það er um að gera að nota þessa leiki til að prófa þetta. Ég hugsa að við prófum þetta öðru hvoru og sjáum hvort við höfum ekki fleiri strengi að spila en eina uppstillingu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar
Athugasemdir