Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. mars 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Eyjamenn vilja spila heimaleik á Þjóðhátíð
Áhorfendur á leik ÍBV og FH árið 2013.
Áhorfendur á leik ÍBV og FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum 2013.
Frá leiknum 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forráðamenn ÍBV vilja að leikur liðsins gegn Fylki í 14. umferð Pepsi-deildarinnar fari fram um Verslunarmannahelgina.

Leikurinn á að fara fram miðvikudaginn 5. ágúst en Eyjamenn vilja flýta honum og spila á sama tíma og Þjóðhátíð fer fram í Eyjum.

,,Við sendum tillögu á Fylki daginn sem var dregið í töfluröð og þeir ætluðu að skoða þetta," sagði Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ekki er hlaupið að því að gera breytinguna því að ef ÍBV eða Fylkir komast í undanúrslit Borgunarbikarsins eiga þau leik rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Því er ekki hægt að ákveða strax að hafa leik ÍBV og Fylkis um Verslunarmannahelgi.

Árið 2013 mættu rúmlega 3000 áhorfendur á Hásteinsvell á leik FH og ÍBV sem fór fram á laugardegi á Þjóðhátíð.

Í fyrra voru hugmyndir uppi um að spila aftur um Verslunarmannahelgi en þá þurftu ÍBV og Fylkir að skipta á heimaleikjum um vorið vegna vallaraðstæðna og því mættust liðin í Árbænum í ágúst en ekki í Eyjum.

Óskar segir að það sé mikill vilji hjá ÍBV að spila aftur um Verslunarmannahelgina. ,,Er ekki verið að reyna að reyna að auka fjölda áhorfenda? Við náðum 3000 síðast og með réttu skipulagi getum við farið hærra," sagði Óskar.

Sjá einnig:
Myndaveisla: Þjóðhátíðarleikur ÍBV og FH
Athugasemdir
banner
banner
banner