Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 09. apríl 2013 12:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Soccernet 
Benítez: Ég mun stýra Liverpool aftur
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez reiknar með að stýra liðið Liverpool aftur í framtíðinni.

Benítez var stjóri Liverpool frá 2004-2010 en undir hans stjórn vann liðið meðal annars Meistaradeildina árið 2005 og enska bikarinn ári síðar.

Benítez tók við Inter árið 2010 en stoppaði stutt við. Eftir frí frá fótbolta tók hann síðan við Chelsea í lok síðasta ár en hann mun stýra liðinu út tímabilið.

Spánverjinn reiknar með að stýra Liverpool aftur á ferlinum en fjölskylda hans kann mjög vel við sig þar.

,,Ég mun snúa aftur, það er nánast pottþétt. Ég veit bara ekki hvenær. Dóttir mín og eiginkona búa ennþá þar," sagði Benítez í viðtali við Marca aðspurður út í starfið hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner