Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2015 19:52
Daníel Freyr Jónsson
Lengjubikarinn: Jafnt í snjóboltaslag og KR úr leik
Snjórinn var mikill á Selfossi.
Snjórinn var mikill á Selfossi.
Mynd: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
Selfoss 1 - 1 KR
1-0 Gary Martin ('40)
1-1 Svavar Berg Jóhannsson ('55)

Selfoss og KR gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum í kvöld, en liðin mættust í leik á Selfossi sem einkenndist af mikilli snjókomu.

Enski framherjinn Gary Martin kom Vesturbæjarveldinu yfir skömmu fyrir leikhlé, en hinn ungi Svar Berg Jóhannsson jafnaði metin fyrir Selfyssinga í síðari hálfleik.

KR varð af dýrmætum stigum með jafnteflinu þar sem lðið hefði komist upp að hlið Víkinga í 2. sætinu, en um var að ræða lokaleik liðana í riðlinum. Er því ljóst að KR er ekki á leið áfram úr riðlakeppninni og í raun gæti liðið fallið niður í 5. sæti riðilsins.

Selfoss endar á sama tíma með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner