Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. apríl 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Azpilicueta: Bikarinn getur ekki bjargað tímabilinu
Mynd: Getty Images
Chelsea gerði 1-1 jafntefli gegn West Ham í gær og allar líkur á að Englandsmeistararnir nái ekki meistaradeildarsæti í annað sinn á þremur árum.

Liðið mætir fallbaráttuliði Southampton í undanúrslitum FA bikarsins og segir Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea, að bikarinn geti ekki bætt upp fyrir tímabil mikilla vonbrigða.

„FA bikarinn er frábær keppni með mikla sögu en það er ekki nóg fyrir okkur. Við ætlum að reyna að vinna bikarinn en það mun ekki bjarga þessu tímabili fyrir okkur," sagði Azpilicueta eftir jafnteflið gegn West Ham.

Azpilicueta skoraði mark Chelsea í leiknum en Chicharito jafnaði fyrir Hamrana þegar tæpar 20 mínútur voru eftir.

„Við erum svekktir að gera jafntefli á heimavelli í nágrannaslag. Við fengum mikið af færum og erum svekktir út í sjálfa okkur fyrir að nýta þau ekki betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner