Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. apríl 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ben Foster ætlar ekki að yfirgefa West Brom
Foster á 8 landsleiki að baki.
Foster á 8 landsleiki að baki.
Mynd: Getty Images
Ben Foster, 34 ára markvörður West Bromwich Albion, segist ekki ætla að yfirgefa félagið þó það falli úr úrvalsdeildinni.

Foster vill vera áfram hjá félaginu og hjálpa því að komast upp úr Championship deildinni.

Allt bendir til þess að West Brom sé að falla og mun liðið missa marga leikmenn frá sér vegna samningsákvæða. Ákvæðin neyða félagið til að samþykkja tilboð í leikmennina falli það um deild.

„Ef allt fer á versta veg og við endum í Championship deildinni þá er málið einfalt, við verðum að fara beint aftur upp," sagði Foster.

„Ég vil helst halda í ákveðinn leikmannakjarna í sumar. Leikmenn sem eru tilbúnir til að berjast til síðasta blóðdropa til að komast upp úr Championship, því það verður gríðarlega erfitt verkefni."

Jay Rodriguez og Jonny Evans eru líklegastir til að yfirgefa félagið í sumar, sem og Craig Dawson, Nacer Chadli og Salomon Rondon.

West Brom er tíu stigum frá öruggu sæti í deild með fimmtán stig eftir í pottinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner